ÍR-ingar í 16-liða úrslit

Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, er kominn áfram með lið sitt …
Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, er kominn áfram með lið sitt í 16-liða úrslit bikarkeppninnar eftir sigur á Selfossi í kvöld. mbl.is

ÍR tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Eimskipsbikarkeppninnar í handknattleik karla með sigri á Selfossi, 28:26, á Selfossi.

Heimamenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11, en ÍR-ingar sneru blaðinu við í síðari hálfleik.

Davíð Georgsson var markahæstur hjá ÍR með  8 mörk. Atli Kristinsson og Hörður Bjarnason skoruðu sex mörk hvor fyrir Selfoss og voru markahæstir.

Auk ÍR er ÍBV 2, Grótta, Afturelding og Heimsliðið komin í 16-liða úrslit Eimskipsbikarsins en keppni verður haldið áfram á annað kvöld og á miðvikudagskvöldið.

FH, Valur og Akureyri sitja yfir í 32-liða úrslitum auk Harðar, Hauka og HK2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert