Afturelding vann óvæntan en verðskuldaðan sigur á Fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld, 23:20. Þetta var annar sigur Aftureldingar í vetur en Fram hefur nú tapað tveimur leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrstu fimm.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
60. Leik lokið. Böðvar Páll Ásgeirsson skoraði þrjú síðustu mörk Aftureldingar og tryggði liðinu sigur, 23:20. Skiljanlega brutust út gríðarleg fagnaðarlæti hjá gestunum en þetta var þeirra annar sigur í vetur.
58. Halldór Jóhann var að fá tveggja mínútna brottvísun nú þegar akkúrat tvær mínútur og fjórar sekúndur eru eftir. Afturelding er einu marki yfir, 20:19.
55. „Bekkurinn“ hjá Aftureldingu var að ná í tveggja mínútna með brottvísun með mótmælum eftir að Ingimundur braut á Jóhanni í hraðaupphlaupi. Nú þegar rétt rúmar fimm mínútur eru eftir hafa gestirnir tveggja marka forystu, 20:18.
52. Með fjórum mörkum í röð komst Afturelding yfir í leiknum, 18:17. Liðin hafa svo skorað sitt hvort markið og var Einar Jónsson þjálfari Fram að taka leikhlé.
45. Framarar náðu þriggja marka forskoti, 17:14, en Böðvar Páll Ásgeirsson var a minnka muninn í eitt mark með sínu fimmta marki í kvöld, 17:16.
40. Róbert Aron Hostert var að skora þriðja mark sitt í seinni hálfleik með þrumuskoti í stöng og inn, og koma Fram í 16:13. Reynir Þór Reynisson þjálfari Aftureldingar tók í kjölfarið leikhlé.
35. Ægir Hrafn Jónsson hefur verið á bekknum allan leikinn en vörn Framara er engu að síður afar öflug í byrjun seinni hálfleiks og eru þeir komnir tveimur mörkum yir, 14:12, þökk sé tveimur hraðaupphlaupum í röð í boði Jóhanns Gunnars Einarssonar.
30. Hálfleikur. Þrátt fyrir að fá fjórar brottvísanir á þriggja mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks og sex tveggja mínútna brottvísanir alls, eru gestirnir úr Aftureldingu með forystuna, 11:10. Þeir náðu mest tveggja marka forystu en Fram skoraði ekki í 12 mínútur eftir að hafa komist í 6:3.
Böðvar Páll Ásgeirsson er búinn að skora 3 mörk fyrir Aftureldingu líkt og þeir Halldór Jóhann Sigfússon og Róbert Aron Hostert fyrir Fram, en öll mörk Halldórs hafa komið úr vítum. Magnús Gunnar Erlendsson er búinn að verja 14 skot í marki Fram en sex sinnum hefur boltinn farið aftur til mótherja. Hafþór Einarsson varði 6 skot í marki Aftureldingar og Davíð Svansson kom inná og varði eitt víti.
25. Gestirnir eru enn tveimur mörkum yfir, 10:8, en þeir eru nú með aðeins þrjá útileikmenn inná. Fyrst fékk Jóhann brottvísun fyrir brot en vegna misskilnings stillti Afturelding samt upp sex mönnum í næstu sókn, og þess vegna kom næsta brottvísun. Hilmar Stefánsson var svo sendur út af fyrir að setja aðra löppina fyrir sendingu. Dýrkeypt.
23. Sigfús Páll Sigfússon skoraði loksins fyrir Framara eftir 12 mínútna markaþurrð þeirra. Böðvar Páll Ásgeirsson var hins vegar að skora tvö í röð fyrir Aftureldingu sem er 9:7 yfir. Framarar misstu mann af velli í tvær mínútur vegna mótmæla Einars Jónssonar þjálfara sem var brjálaður yfir því að dæmdur skyldi ruðningur á Jóhann Gunnar þegar svo virtist sem varnarmaðurinn hefði kýlt í hann.
20. Framarar eru ekki búnir að skora mark í tíu mínútur. Staðan er 7:6 Aftureldingu í vil. Sigurður Eggertsson er kominn inná til að lífga upp á sóknarleik Framara en varnarmenn Aftureldingar eru svo sannarlega á tánum.
15. Afturelding skoraði þrjú mörk í röð og jafnaði metin í 6:6. Gestirnir nýttu tímann vel eftir að Jóhann Gunnar fékk fyrstu brottvísun leiksins. Nú var Þrándur Gíslason hins vegar að fá fyrstu brottvísun þeirra.
10. Aftureldingu gengur erfiðlega að komast í góð skotfæri gegn vörn Framara sem eru yfir, 6:3. Hafþór Einarsson hefur enn ekki varið skot í marki gestanna sem er óvanalegt.
5. Halldór Jóhann var að skora öðru sinni úr vítakasti og koma Fram í 3:2.
1. Þá er leikurinn hafinn og Afturelding byrjar með boltann. Sverrir Hermannsson skoraði úr fyrstu sókn.
Lið Fram: Magnús Gunnar Erlendsson, Sebastían Alexandersson, Sigfús Páll Sigfússon, Matthías Bernhöj Daðason, Halldór Jóhann Sigfússon, Elías Bóasson, Guðmundur Birgir Ægisson, Jóhann Karl Reynisson, Einar Rafn Eiðsson, Sigurður Eggertsson, Ingimundur Ingimundarson, Ægir Hrafn Jónsson, Garðar Benedikt Sigurjónsson, Jóhann Gunnar Einarsson, Róbert Aron Hostert, Arnar Birkir Hálfdánsson.
Lið Aftureldingar: Davíð Svansson, Hafþór Einarsson, Hrannar Guðmundsson, Þrándur Gíslason, Hilmar Stefánsson, Helgi Héðinsson, Mark Hawkins, Böðvar Páll Ásgeirsson, Einar Héðinsson, Sverrir Hermannsson, Jóhann Jóhannsson, Aron Gylfason, Þorlákur S Sigurjónsson, Daníel Jónsson.