Þjálfari Svartfellinga: Vanmátum ekki íslenska liðið

Íslensku stelpurnar fengu góðan stuðning frá Norðmönnum í leiknum gegn …
Íslensku stelpurnar fengu góðan stuðning frá Norðmönnum í leiknum gegn Svartfellingum. mbl.is/Egill Örn

Dragan Adzic, þjálfari Svartfjallalands, var mjög svekktur eftir leik Íslands og Svartfjallalands á HM kvenna í handknattleik í kvöld og var kominn út úr höllinni þegar náðist í hann fyrir blaðamannafund sem fer fram eftir leikina.

„Við komum inn í leikinn með það að markmiði að vinna og ég er mjög svekktur yfir að það náðist ekki í dag. Við vanmátum ekki íslenska liðið en það mætti mjög sterkt til leiks og  leikurinn var mun erfiðari en við bjuggumst við.

Við bárum mikla virðingu fyrir mótherjum okkar í dag en ég batt einnig miklar vonir við lykilleikmenn í liðinu, sem brugðust á ögurstundu, og það varð okkur að falli,“ sagði Dragan Adzic, þjálfari Svartfjallalands, á blaðamannafundi eftir leikinn.

Svartfellingar mæta Þjóðverjum á morgun í  leik sem þeir verða að vinna eftir óvænt úrslit í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert