Sveimandi heilladísir og gleymnir dómarar

Hrafnhildur Skúladóttir.
Hrafnhildur Skúladóttir. mbl.is/Egill Örn Þórarinsson

Ein helsta íþróttafrétt síðasta sunnudags var sú að Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, skyldi sleppa við leikbann eftir að hafa verið sýnt rautt spjald í leik Íslands á heimsmeistaramótinu daginn áður.

Þótti það sérstökum tíðindum sæta. Íþróttafréttamaður RÚV kom upp um kunnáttuleysi sitt í reglunum þegar hann glaðhlakkalegur á svip skýrði frá því í kvöldfréttum sjónvarpsins á sunnudagskvöldið að „heilladísir sveimuðu yfir íslenska landsliðinu í Brasilíu því dómarar leiksins hefðu verið svo vænir að sleppa því að setja rauða spjaldið á leikskýrsluna.“

Þar féll íþróttafréttamaður RÚV á prófinu, ekki dómararnir. Eins og skýrt kemur fram á leikskýrslunni, sem öllum er opin á heimasíðu Alþjóðahandknattleikssambandsins þá gleymdu dómararnir ekki að skrá rauða spjaldið á Hrafnhildi á leikskýrslunni. Hinsvegar var brot Hrafnhildar ekki metið svo gróft að það félli undir skilgreininguna í handboltareglunum sem kallast „rautt spjald með skýrslu“. Með því að kynna sér málið á einfaldan hátt hefði svo sannarlega mátt kom í veg fyrir þvæluhjal um heilladísir og óvönduð vinnubrögð dómara, sem étið var upp víðsvegar í kjölfarið.

 Fréttaskýringu Ívars í heild er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert