Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari karlaliðs Gróttu í handknattleik, var á fundi aganefndar HSÍ úrskurðaður í eins leiks bann en hann fékk útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu eftir leik Gróttu og FH síðastliðinn fimmtudag.
Guðfinnur tekur bannið ekki út fyrr en 2. febrúar en þá hefst keppni að nýju í N1-deildinni að loknu fríi vegna Evrópumótsins. Guðfinnur mun ekki stýra liði sínu í leik á móti Fram.