Ólafur ekki í hópnum fyrir EM í Serbíu

Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. mbl.is/Golli

Nú virðist endanlega ljóst að Ólafur Stefánsson verði ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á Evrópumótinu í Serbíu í janúar en hann er ekki í 21 manns æfingahópi sem Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú fyrir hádegið.

Íslenska liðið kemur saman til æfinga 2. janúar. Þann 5. janúar fer það til Danmerkur og tekur þátt í alþjóðlegu móti, Total Kredit Cup, og leikur þar við Pólland, Slóveníu og Danmörku.

Síðan verður leikið hér heima við Finna föstudaginn 13. janúar og farið til Serbíu daginn eftir.

Ísland er í riðli með Króatíu, Noregi og Slóveníu á EM og leikur fyrst gegn Króötum mánudaginn 16. janúar.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar
Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg
Hreiðar Levý Guðmundsson, Nötteröy

Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Füchse Berlín
Arnór Atlason, AG Köbenhavn
Arnór Þór Gunnarsson, TV Bittenfeld
Aron Pálmarsson, Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf
Fannar Þór Friðgeirsson, TV Emsdetten
Guðjón Valur Sigurðsson, AG Köbenhavn
Ingimundur Ingimundarson, Fram
Kári Kristján Kristjánsson, HSG D/M Wetzlar
Oddur Gretarsson, Akureyri
Ólafur Guðmundsson, Nordsjælland
Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK
Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen
Rúnar Kárason, Die Bergische Handball Club
Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn
Sverre Jakobsson, Grosswallstadt
Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce
Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka