Ögmundur Kristinsson knattspyrnumarkvörður var í kvöld útnefndur íþróttamaður Fram fyrir árið 2011.
Ögmundur er 22 ára gamall og tók við stöðu aðalmarkvarðar Fram fyrir keppnistímabilið 2011. Hann lék mjög vel og átti drjúgan þátt í góðu gengi liðsins seinni hluta Íslandsmótsins þar sem liðinu tókst að bjarga sér frá falli úr Pepsi-deildinni á ævintýralegan hátt.
Hann var einn af fimm sem tilnefndir voru í kjörinu en hinir voru Elísabet Sara Emilsdóttir knattspyrnukona, Magnús Gunnar Erlendsson handknattleiksmaður, Stella Sigurðardóttir handknattleikskona og Vilhjálmur Guðmundsson taekwondomaður.