Mikið er undir þegar ÍBV og FH mætast í undanúrslitum Eimskips-bikarkeppni kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld klukkan 18. Sigurliðið fer í úrslitaleikinn í Laugardalshöllinni í lok mánaðarins og mætir þar annað hvort Val eða Stjörnunni sem eigast við annað kvöld á Hlíðarenda.
ÍBV hefur gengið mun betur á Íslandsmótinu í vetur og er í 3. sæti deildarinnar með 12 stig að loknum tíu umferðum. FH er hins vegar aðeins með 3 stig í botnsæti deildarinnar og hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu leikjunum. Styttra er þó síðan FH komst í bikarúrslitin en það var árið 2009 en liðið tapaði þá fyrir Stjörnunni. kris@mbl.is