Góður útisigur hjá fámennu liði Löwen

Uwe Gensheimer skoraði 13 mörk fyrir Löwen í kvöld.
Uwe Gensheimer skoraði 13 mörk fyrir Löwen í kvöld. Reuters

Guðmundur Þ. Guðmundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen höfðu aðeins níu útispilara til taks í kvöld þegar þeir sóttu Balingen heim í þýsku 1. deildinni í handknattleik en unnu samt góðan útisigur, 30:24.

Löwen hefur misst frá sér mannskap, eins og áður hefur komið fram, ásamt því sem meiðsli herja á sterka leikmenn. Liðið er í 5. sæti deildarinnar með 27 stig eftir 19 leiki, einu stigi á eftir Flensburg. Uwe Gensheimer, nýkjörinn handknattleiksmaður ársins hjá Handball-Woche, fór á kostum og skoraði 13 mörk fyrir Löwen. Róbert Gunnarsson náði ekki að skora.

Hamburg vann Füchse Berlín í hörkuleik, 24:23, í uppgjöri liðanna í þriðja og öðru sæti. Tapið hjá Degi Sigurðssyni og hans mönnum í Füchse þýðir að þeir hafa nú tapað sjö stigum en Kiel hefur unnið alla sína leiki og færist því enn nær titlinum. Alexander Petersson lék ekki með Füchse vegna meiðsla. Kiel er með 36 stig og á leik til góða á Füchse sem er með 31 stig og Hamburg 30.

Kári Kristján Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir Wetzlar sem vann Göppingan, 26:25.

Björgvin Páll Gústavsson varði mark Magdeburg sem vann N-Lübbecke, 28:25.

Sverre Jakobsson lék að vanda í vörn Grosswallstadt en skoraði ekki þegar lið hans tapaði heima fyrir Gummersbach, 32:33.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert