ÍBV vann í dag nauman en gríðarlega mikilvægan sigur á Víkingi í Fossvoginum í 1. deild karla í handknattleik, 23:22. Með sigrinum komst ÍBV aftur upp að hlið Selfoss í 4.-5. sæti, en ÍBV er ofar vegna innbyrðis viðureigna.
Fjórða sætið er mikilvægt því liðin í 2.-4. sæti komast í umspil við botnlið N1-deildarinnar um eitt laust sæti í N1-deildinni á næstu leiktíð.
Pétur Pálsson og Sigurður Bragason skoruðu 6 mörk hvor fyrir ÍBV en Arnar Freyr Theodórsson var markahæstur heimamanna með 9 mörk.