Íslenska landsliðið á Ólympíuleikana

Róbert Gunnarsson og Ólafur Stefánsson í leiknum við Japan í …
Róbert Gunnarsson og Ólafur Stefánsson í leiknum við Japan í dag. Ljósmynd/Marlon Janiček

Íslenska landsliðið í handknattleik karla hefur tryggt sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í London í sumar. Það gerðist með sigri á Japan, 41:30, í í forkeppni Ólympíuleikanna í Varazdin í Króatíu í dag.

Íslenska landsliðið hefur unnið tvo leiki í forkeppninni og úrslitin í lokaleiknum við Króatíu á morgun skiptir ekki máli því Króatar hafa einnig tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í sumar.

Þetta verður í þriðja sinn í röð sem íslenska landsliðið tekur þátt í handknattleikskeppni Ólympíuleikana og í sjöunda sinn alls frá 1972. Í þrjú síðustu skipti hefur liðið verið undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar sem einnig var leikmaður landsliðsins á leikunum 1984 og 1988.

Grunnurinn að sigrinum í dag var lagður í fyrri hálfleik þar sem íslenska landsliðið spilaði afar vel og hafði níu marka forskot að honum loknum. Íslenska liðið slakaði aðeins á klónni í síðari hálfleik en hafði stjórn á leiknum allan tímann.

Róbert Gunnarsson skoraði 9 mörk og var markahæstur. Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson skoruðu sjö mörk hvor og Aron Pálmarsson sex.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Ísland 41:30 Japan opna loka
60. mín. Ísland tapar boltanum
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert