Guðmundur Guðmundur landsliðsþjálfari fannst margt gott í leik íslenska landsliðsins þrátt fyrir þriggja marka tap gegn Króötum í lokaleik liðsins í forkeppni Ólympíuleikanna.
,,Það var margt gott í leik liðsins. Sóknarleikurinn var nokkuð góður allan tímann og vörnin góð á köflum. Við fengum of margar brottvísanir á okkur og það þurfum við að laga,“ sagði Guðmundur, sem segir að nú taki við undirbúningur fyrir næstu verkefni og svo auðvitað Ólympíuleikarnir í London í ágúst.
,,Vonandi fáum við það fjármagn sem þarf til að undirbúa liðið á viðeigandi hátt,“ sagði Guðmundur við mbl.is.