Ólafur ekki með gegn Króötum

Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, verður ekki með á móti Króötum í lokaleik Íslendinga í forkeppni Ólympíuleikanna í Varazdin í Króatíu í dag. Sigurbergur Sveinsson kemur inn í hópinn en hann var utan hópsins í tveimur fyrstu leikjunum.

Ólafur var fyrr í vetur að glíma við meiðsli í hné og af þeim sökum spilaði hann ekki með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Serbíu í janúar. Hann var sprautaður í hnéð fyrir fjórum dögum og eftir að hafa spilað tvo leiki á tveimur dögum fannst lækna- og sjúkrateymi landsliðsins ráðlegt að Ólafur tæki ekki þátt í leiknum í dag.

Ólafur var mjög sprækur í leiknum á móti Japönum í gær, skoraði 7 mörk og átti fjölda stoðsendinga og hans verður því sárt saknað í dag gegn sterku liði Króata. Bæði Íslendingar og Króatar hafa tryggt sér keppnisréttinn á Ólympíuleikunum í London í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert