Markvarsla og vörn

Aníta Elíasdóttir og Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV.
Aníta Elíasdóttir og Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV. mbl.is/Eggert

„Við lögðum grunn að sigrinum með góðri vörn og frábærri markvörslu í fyrri hálfleik. Það er ekki amalegt að hafa besta markvörð landsins í sínu liði,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handknattleik, eftir öruggan sigur liðsins á Gróttu, 26:19, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.

ÍBV var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:6. „Grótta náði að minnka forskot okkar niður í fjögur mörk þegar á síðari hálfleikinn leið en nær komst liðið ekki,“ sagði Svavar sem kemur með sveit sína í íþróttahúsið á Seltjarnarnesi á laugardaginn þegar ÍBV getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í þeim leik. Annars kemur til oddaleiks í Vestmannaeyjum á mánudaginn.

Nánar um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert