ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna þegar liðið lagði Gróttu í oddaleik 24:19. Staðan í hálfleik var 11:7 ÍBV í vil sem lét ekki slág sig út af laginu í síðari hálfleik.
Markahæstar í liðið heimastúlkna voru Grigore Ggorgata og Guðbjörg Guðmannsdóttir, báðar með sjö mörk en næst þeim kom Þórsteina Sigurbjörnsdóttir með fimm. Sunna María Einarsdóttir skoraði mest hjá gestunum eða átta mörk. Björg Fenger og Unnur Ómarsdóttir komu næstar með þrjú mörk hvor.
ÍBV mætir Fram í undanúrslitunum en Fram sat hjá í fyrstu umferð líkt og Valur sem mætir Stjörnunni. Fyrsti leikur liðanna fer fram 19 apríl, Fram - ÍBV hefst klukkan 15.45 en Valur - Stjarnan klukkan 19.30