HSÍ sendir ummæli Svavars til aganefndar

Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV.
Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV. Eggert Jóhannesson

Stjórn HSÍ hefur sent aganefnd til úrskurðar mál er varðar ummæli Svavars Vignissonar þjálfara kvennalið ÍBV í handknattleik í fjölmiðlum eftir leik ÍBV og Gróttu í úrslitakeppninni í handknattleik laugardaginn 14. apríl.

Þar sakaði Svavar m.a. annan dómara leiksins um að hafa angað af vínlykt og fleira.

Í fundargerð aganefndar HSÍ sem er birt á vef Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, segir m.a.; Í samræmi við 19. grein „Reglugerðar HSÍ um agamál“ er ÍBV hér með gefinn kostur á að skila inn skriflegri greinargerð fyrir næsta fund aganefndar sem haldin verður kl. 15 á morgun föstudaginn 20. apríl og er það í samræmi við 7. grein áðurnefndrar reglugerðar.“

Dómaranefnd HSÍ og hefur í samráði við viðkomandi dómara ákveðið að hann taki sér frí frá dómgæslu út leiktíðina. Dómaranefndin sendi frá sér tilkynningu í gær sem má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert