Tillögu Víkings var vísað frá

Frá viðureign Víkings og ÍR í 1. deildinni.
Frá viðureign Víkings og ÍR í 1. deildinni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tillögu Víkings um sameiningu deilda í karlahandboltanum var vísað frá á 55. ársþingi HSÍ sem haldið var í dag.

Litlar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins á  ársþinginu. Þær breytingar sem lagðar voru fram og samþykktar eru að lagað var orðalag um fækkun og fjölgun í deild, sem og að reglur vegna lánssamninga voru rýmkaðar.

Velta sambandsins á árinu var tæpar 183 milljónir króna. Tap ársins var rúmlega 800 þúsund krónur og þá er eigið fé sambandsins jákvætt um rúmar 21 milljón króna.

Kosið var um formann HSÍ og var Knútur G. Hauksson endurkjörinn formaður.

Kosið var um 4 stjórnarmenn til tveggja ára en það  eru: Árni Þór Árnason, Einar Einarsson, Guðjón L. Sigurðsson og Gunnar Erlendsson.

Kosið var um 3 varamenn til eins árs en það voru þau Hannes Karlsson, Ragnheiður Traustadóttir og Þorgeir Haraldsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert