Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH, dró ekki dul á að sigur HK 26:23 í Kaplakrika í dag var sanngjarn þegar mbl.is tók hann tali.
Með sigrinum tók HK forystuna í úrslitarimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik.
„HK spilaði betur í dag, það er engin spurning, og áttu sigurinn skilið,“ sagði Einar meðal annars við mbl.is.
Einar Andri sagði FH-inga þurf að bæta flest í leik sínum ef miðað er við leikinn í dag og hugarfarið þyrfti að leiðrétta. Hann reiknar með langri rimmu á milli liðanna en vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari.