HK Íslandsmeistari í fyrsta sinn

Stuðningsmenn HK gátu fagnað fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í handknattleik.
Stuðningsmenn HK gátu fagnað fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í handknattleik. mbl.is/Árni

HK varð Íslandsmeistari í handknattleik karla í fyrsta sinn í dag þegar liðið lagði FH, 28:26, í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika. HK vann þar með þrjá leiki en FH engan en Kópavogsliðið vann einnig Hauka í undanúrslitum í þremur leikjum.

HK er þar með verðskuldaður Íslandsmeistari í handknattleik 2012.

Liðið var með yfirhöndina í þessum leik frá 20. mínútu og náði mest sex marka forskoti í síðari hálfleik, 23:17. FH beit frá sér á lokakaflanum en það dugði ekki til og því verða Hafnfirðingar að sjá á bak Íslandsbikarnum til Kópavogs eftir fjögurra ára vörslu, fyrst hjá Haukum í þrjú ár og síðan hjá FH síðasta árið.

Ólafur Gústafsson skoraði sjö mörk fyrir FH og Hjalti Pálmason fimm.

Bjarki Már Elísson skoraði 9 mörk fyrir HK og Ólafur Víðir Ólafsson sex, Ólafur Bjarki Ragnarsson fimm. Arnór Freyr varði 21 skot í markinu.

HK hefur haft betur í tveimur fyrstu leikjum liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og þarf því aðeins einn sigur til viðbótar. Íslandsmeistarar FH eru hinsvegar komnir með bakið upp við vegginn og verða að vinna til þess að framhald verði á þessari rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.

FH:  Daníel Freyr Andrésson, Pálmar Pétursson - Sigurður Ágústsson, Andri Berg Haraldsson, Baldvin Þorsteinsson, Hjalti Pálmason, Ólafur Gústafsson, Örn Ingi Bjarkason, Þorkell Magnússon, Ari Magnús Þorgeirsson, Ísak Rafnsson, Ragnar Jóhannsson, Atli Rúnar Steinþórsson, Hjörtur Hinriksson, Halldór Guðjónsson, Magnús Óli Magnússon.
Þjálfarar: Einar Andri Einarsson og Kristján Arason.

HK: Björn Ingi Friðþjófsson, Arnór Freyr Stefánsson, Valgeir Tómasson - Bjarki Már Gunnarsson, Björn Þórsson Björnsson, Bjarki Már Elísson, Tandri Már Konráðsson, Leó Snær Pétursson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Atli Ævar Ingólfsson, Ólafur Víðir Ólafsson, Sigurjón Friðbjörn Björnsson, Vilhelm Gauti bergsveinsson, Atli Karl Bachmann.
Þjálfarar: Kristinn Guðmundsson og Erlingur Richardsson.

Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson.

59. Ein mínúta eftir og HK er tveimur mörkum yfir, 27:25. FH náði boltanum en Arnór varði skot Þorkels.

58. Bjarki Már skorar úr vítakasti. Pálmar virtist hafa varið en rakst í boltann í leit sinni að honum og við það hrökk boltinn í netið.  Staðan er 27:24.

56. Það er farið að hilla undir að Íslandsbikarinn fari í Kópavog í kvöld.  Bjarki Már kom  HK í 26:23 með vítakasti og Arnór Freyr varði hinum megin vallarins vítakast Hjalta.

53. Ólafur Víðir var að brjóta ísinn fyrir HK, 24:21.

52. Staðan óbreytt, FH hefur skorað fjögur mörk í röð og Hk er tveimur mörkum yfir, 23:21. Verið var að dæma töf á HK sem er manni fleiri en  Hjalta var vísað af leikvelli fyrir að tuskast við línumann HK.

51. FH tókst ekki að skora úr sókn sinni, Arnór Freyr sá við því. Nú tekur HK leikhlé og skipuleggur sóknarleik sinn sem hefur ekki verið eins beittur síðustu mínútur og hann hefur verið lengst af leiks.

50. Nú jafnt í liðum og FH getur minnkað muninn í eitt marka, en staðan er nú 23:21, fyrir HK.

47. Skapið er aðeins að hlaupa menn í gönur. Nú var Ólafur Víðir að fjúka út af fyrir klaufaskap. FH nýtt tækifæri og skoraði og nú munurinn kominn í þrjú mörk, 23:20. Pálmar í marki FH byrjað vel og varið þrjú skot eftir að hann leysti Daníel Frey af en hann fékk tveggja mínútna brottvísun.

55. Atli Rúnar var að minnka muninn í 25:23, með marki af línunni fyrir FH. Spennan er gríðarleg og flestir áhorfendur eru staðnir upp í Kaplakrika.

45. FH hefur skorað tvö mörk í röð auk þess að vera manni fleiri á vellinum. Nei, það endist ekki lengi því nú var verið að vísa Daníel Frey að leikvelli fyrir að mótmæla dómi,  klaufalega gert hjá honum. Staðan er 23:19, fyrir FH.

43. Hér í Kaplakrika þarf að verða mikil breyting á leik FH til þess að  koma í vef fyrir sigur HK liðsins. Flest  gengur upp hjá HK-mönnum, jafnt í vörn sem sókn á meðal flest gengur FH í mót enda er liðið sex mörkum undir, 23:17.

40. HK hefur áfram tögl og hagldir og fimm marka forystu, 21:16.

37. HK komið með fimm marka forskot, 20:15, og fátt gengur upp hjá FH eftir að jafnt varð í liðum á nýjan leik.

35. FH náði að nýta sér liðsmuninn um stund og skora tvö mörk í röð, staðan er 17:15, fyrir HK.

31. Bjarki Már skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks úr vítakasti fyrir HK, 16:12. Ólafur minnkaði muninn í 16:13, með þrumuskoti fyrir FH:

30. Tandri Már kom HK í 15:12, rétt áður en leiktíminn rann út í fyrri hállfeik. Afar mikilvægt mark fyrir HK sem hefur síðari hálfleik í sókn.
Eftir erfiða byrjun HK hefur liðið náð yfirhöndinni á síðustu 12 mínútum fyrri hálfleik. Vörn liðsins er frábær og þá gengur flest upp í sóknarleiknum. FH-liðið byrjaði vel en hefur gefið eftir þegar liðið hefur á og harkan aukist. Vörnin hefur dottið niður hjá Hafnfirðingum og fyrir vikið hefur Daníel Freyr ekki varið eins vel og hann gerði framan af leik.
Hjalti hefur skorað fjögur mörk fyrir FH og Atli Rúnar þrjú og Ari Magnús tvö. Daníel hefur varið átta skot í markinu.
Bjarki Már Elísson er markahæstur hjá HK með sex mörk úr sjö skotum. Ólafur Bjarki hefur skorað þrjú mörk og Tandri Már og Ólafur Víðir tvö hver. Arnór er með átta skot í markinu.

28. FH tekur leikhlé. Heimamenn eru tveimur mörkum undir, 13:11. Sóknarleikurinn hefur ekki gengið sem skyldi síðustu mínútur eftir að HK liðið herti tökin í vörninni. Þá hefur flest gengið upp í sóknarleik HK upp á síðkastið eftir brösóttar upphafsmínútur.

26. HK hefur náð yfirhöndinni í leiknum, 12:10, með frábæru marki Ólafs Bjarka.

23. Atli Rúnar jafnaði metin, 9:9, en Ólafur Bjarki var að koma HK yfir á nýjan leik, 10:9.

21. Ólafur Víðir var að koma HK yfir í fyrsta sinn í leiknum, 9:8. HK hefur nýtti vel kaflann þegar þeir voru manni færri og skoruðu þrjú mörk í röð.

15. FH komið með þriggja marka forskot á ný, 8:5, og eru í sókn eftir að Ólafur Bjarki hafði átt glórulaust skot framhjá marki FH:

13. Bjarki Már skoraði úr vítakastinu og munurinn er nú eitt mark, FH í vil, 6:5. Atli Rúnar var ekki lengi að svara fyrir FH, 7:5.

12. Arnór Freyr er einnig með á nótunum í marki HK og hefur tekið upp þráðinn frá síðasta leik þegar hann fór á kostum. Staðan er 6:4 fyrir HK sem á vítakast.

10.  FH byrjar þennan leik betur en HK-liðið sem virðist eiga í erfiðleikum í sóknarleiknum sem gengur ekki sem skyldi. Daníel Freyr hefur byrjað vel í marki FH og varið mikilvæg skot. Staðan er 6:3, FH í hag.

6. Atli Rúnar kemur FH í 4:1 en Ólafur Bjarki svarar að bragði, 4:2. Sóknarleikur HK er fálmkenndur á fyrstu mínútum leiksins. FH-ingar virðast afslappaðir og leika vel.

4. Hjalti skorar út víti þriðja mark FH úr vítakasti.

2. Örn Ingi kemur FH í 2:0 en Tandri svarar um hæl fyrir HK, 2:1.

1. Ólafur Gústafsson skorar fyrsta mark leiksins fyrir FH. Daníel Freyr varði skot HK-manns í fyrsta sókn Kópavogsliðsins.

1. Þá hafa Jónas og Ingvar flautað til leiks. FH hefur leikinn á sókn.

0. Umgjörð leiksins er frábær og FH til mikils sóma. Stuðningsmenn þeirra hafa verið að koma undanfarnar mínútur. Alls stefnir í frábæran leik, a.m.k. er uppskriftin fyrir hendi.

0. Tíu mínútur eru þangað til flautað verður til leiks í Kaplakrika. Frábær stemning hefur myndast í húsinu. HK-menn virðast vera fjölmennari en FH-inga á áhorfendapöllunum, ekki er óvarlegt að áætla að tæplega 2.500 áhorfendur séu mættir til leiks. Stuðningsmenn HK eru einnig háværari en heimamenn sem ætla að spara kraftana þangað til leikurinn hefst.

Ólafur Víðir Ólafsson og félagar hans í HK eru Íslandsmeistarar …
Ólafur Víðir Ólafsson og félagar hans í HK eru Íslandsmeistarar 2012. mbl.is/Árni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert