Stella Sigurðardóttir, Fram, og Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK, voru valin leikmenn ársins á lokahófi HSÍ í kvöld.
Efnilegustu leikmennirnir voru Heiðrún Björk Helgadóttir, HK, og Böðvar Páll Ásgeirsson, Aftureldingu.
Bestu þjálfararnir voru valdir Stefán Arnarson Val og Aron Kristjánsson Haukum.
Þá var Davíð Georgsson úr ÍR valinn bestur í 1. deild karla og þjálfari hans Bjarki Sigurðsson besti þjálfarinn.
Lið ársins í N1 deild kvenna:
Markvörður: Florentina Stanciu ÍBV
Hornamenn: Dagný Skúladóttir Val og Sólveig Lára Kjærnested Stjörnunni
Skyttur: Stella Sigurðardóttir Fram og Þorgerður Anna Atladóttir Val
Leikstjórnandi: Ester Óskarsdóttir ÍBV.
Lið ársins í N1 deild karla:
Markvörður: Aron Rafn Eðvarðsson Haukum
Hornamenn: Bjarki Már Elísson HK og Gylfi Gylfason Haukum
Skyttur: Ólafur Bjarki Ragnarsson HK og Bjarni Fritzson Akureyri
Leikstjórnandi: Örn Ingi Bjarkason FH
Við þetta má bæta að þau Anna Úrsúla Guðmundsdóttir Val og Matthías Árni Ingimarsson Haukum voru heiðruð fyrir varnarleik og þóttu bestu varnarmennirnir.
Háttvísisverðlaun fengu þau Guðný Jenný Ásmundsdóttir Val og Bjarki Már Elísson HK.
Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson þóttu besta dómaraparið.