Serbi fyrir Sveinbjörn

Sveinbjörn Pétursson er farinn til Þýskalands en útlit er fyrir …
Sveinbjörn Pétursson er farinn til Þýskalands en útlit er fyrir að Serbi leysi hann af hólmi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Lið Akureyringa í handboltanum er búið að finna markvörð til að fylla skarð Sveinbjörns Péturssonar en svo til er frágengið að 24 ára gamall Serbi muni ganga í raðir norðanliðsins og spila með því í N1-deildinni á næstu leiktíð.

„Okkur leist mjög vel á hann og það stefnir allt í að þessi strákur verði með okkur á næsta tímabili. Honum leist mjög vel á liðið okkar og vonandi semur hann við okkur,“ sagði Heimir Örn Árnason við Morgunblaðið en Heimir Örn er tekinn við þjálfun Akureyrarliðsins, ásamt Bjarna Fritzsyni af Atla Hilmarssyni.

Sveinbjörn, sem hefur varið mark Akureyringa með glæsibrag undanfarin tvö ár, samdi í síðasta mánuði við þýska B-deildarliðið Aue en Akureyringurinn Rúnar Sigtryggsson var á dögunum ráðinn þjálfari liðsins.

Heimir Örn er byrjaður að púsla liði sínu saman fyrir næstu leiktíð. Hann segir að varnarjaxlinn Hreinn Hauksson hafi ákveðið að spila með liðinu en hann er væntanlegur heim úr námi frá Svíþjóð. „Við erum gríðarlega ánægðir með að fá Hrein aftur. Hann ætlar að gefa sig 100% í verkefnið,“ sagði Heimir Örn. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Heimir Lárusson Fjeldsted: En
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert