Auðveld leið á HM á Spáni

Ólafur Bjarki Ragnarsson er í skyttunni vinstra megin.
Ólafur Bjarki Ragnarsson er í skyttunni vinstra megin. mbl.is/Ómar

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik lagði Hollendinga 32:24 í Hollandi í dag og tryggði sér þar með sæti á HM á Spáni í janúar á næsta ári. Ísland vann samanlagt 73:51 þannig að leiðin á HM var tiltölulega auðveld. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Mörk Íslands: Alexander Petersson 5, Kári Kristján Kristjánsson 5, Ólafur Gústafsson 5, Bjarki Már Elísson 4, Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Ólafur Stefánsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Þórir Ólafsson 2, Vignir Svavarsson 1. Björgvin Páll varði 12 skot og Hreiðar Levý 4.

57 mín 23:31 Fyrirliðinn bætir við marki. Björgvin Páll kominn í markið á ný eftir að Hreiðar hafði varið tvö skot í síðari hálfleik.

55 mín. 22:30 Fyrirliðinn, Ólafur Stefánsson gerði tvö mörk í röð. Leikur liðsins er búinn að vera fínn síðustu mínúturnar.

51 mín 21:28 Ólafur Gustafsson og Kári bæta við mörkum fyrir Ísland.

49 mín. Nú eru þrír Ólar í sókn Íslands, Ólafur Guðmundsson í stöðu vinstri skyttu, Ólafur Bjarki á miðjunni og Ólafur Stefánsson í stöðu vinstri skyttu.

47 mín 19:26 Aftur gerir íslenska liði þrjú mörk í röð og staðan óneitanlega orðin mjög þægileg eftir 14 marka sigur í fyrri leiknum.

45 mín. Sigurgeir Árni Ægisson og Arnór Þór Gunnarsson að koma inn á og þá hafa allir leikmenn Íslands komið við sögu.

43 mín 19:23 Munurinn helst en Snorri Steinn var að klúðra vítakasti. Hreiðar Levý Guðmundsson kominn í mark Íslands.

39 mín 16:20 Íslenska liðið einum fleiri og nýta sér það með þremur mörkum, tveimur frá Kára og einu frá Alexander.

35 mín 16:17 Hollendingar byrja betur í síðari hálfleik líkt og í þeim fyrri. Alexander og Ólafur Bjarki hvor með sitt markið eftir hlé.

30 mín 12:15 Hálfleikur. Alexander bætti við síðasta marki Íslands í fyrri hálfleik en hann gerði einnig það fyrsta. Hann og Ólafur Gústafsson eru með 3 mörk hvor, Bjarki Már og Snorri Steinn tvö og þeir Kári, Ólafur Bjarki, Ólafur Stefánsson, Vignir og Þórir eitt hver. Alls hafa því 9 leikmenn skorað í fyrri hálfleik.

28 mín 11:14 Hollendingar taka leikhlé en Björgvin Páll hefur tekið 12 skot í marki Íslands

26 mín 10:14 Þrjú íslensk mörk í röð, frá Vigni Svavarssyni, Ólafi Gústafssyni og Bjarka Má. Björgvin Páll með 11 varin skot.

23 mín 10:11 Sóknin að taka við sér en það vantar aðeins upp á varnarleik íslenska liðsins. Björgvin Páll kominn með 9 varin skot. Alecander, Snorri Steinn og Ólafur Gústafsson hafa allir gert 2 mörk og þeir Bjarki Már, Kári Kristján Kristjánsson, Ólafur Bjarki, Ólafur Stefánsson og Þórir Ólafsson eru með eitt mark hver.

20 mín 8:8 Allt í járnum enn. Hollendingar voru að missa mann út af í tvær mínútur.

15 mín 5:5 Fyrri hálfleikur hálfnaður og allt jafnt. Ólafur Gústafsson og Þórir eru komnir inn á en sóknarleikur íslenska liðsins er hálf brösugur. Snorri Steinn gerði tvö síðustu mörk Íslands og Björgvin Páll hefur varið átta skot.

10 mín 3:3 Alexander með tvö mörk og Ólafur Bjarki eitt.

8 mín. 3:1 Alexander gerir fyrsta mark Íslands og Björgvinn Páll er kominn með þrjú skot varin í markinu.

5 mín. 2:0 Íslenska liðið byrjar ekki vel, ekkert frekar en í Höllinni á dögunum.

Íslenska liðið lagði Hollendinga á dögunum í Laugardalshöll 41:27 og ætti að vera nokkuð öruggt um að komat áfram þó svo nokkra menn vanti í íslenska liðið. Aron Pálmason, Rúnar Kárason og Guðjón Valur Sigurðsson eru ekki með og á leikskýrslu eru 15 leikmenn.

Byrjunarliðið er þannig að hægra horninu er Alexander Petersson, síðan Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson og Bjarki Már Elísson í vinstra horninu. Róbert Gunnarsson er á línunni.

Fyrr í dag unnu Rússar lið Tékklands öðru sinni, nú 30:27, og tryggðu sér þar með sæti á HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert