Nýtt ofurlið í stað AG Köbenhavn

Arnór Atlason var í stóru hlutverki hjá AG Köbenhavn og …
Arnór Atlason var í stóru hlutverki hjá AG Köbenhavn og hefur ekki samið við nýtt félag. mbl.is/Golli

Handknattleiksfélagið AG Köbenhavn fór á hausinn í sumar eins og frægt er orðið en nú er að verða til nýtt ofurlið í Danmörku, KIF Köbenhavn.

Félagið hefur fengið til sín Lars Jörgensen, Joachim Boldsen og Kasper Hvidt, sem allir voru hjá AG Köbenhavn, og ætlar að bæta við sig fleiri leikmönnum úr bestu landsliðum heims samkvæmt fréttatilkynningu.

Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason léku allir með AGK á síðustu leiktíð en eru án félags.

„Styrktaraðilar hafa sýnt þessu nýja verkefni gríðarlegan stuðning. Þetta þýðir að stjórnin getur náð því markmiði að búa til „handknattleiksfélag fyrir alla Danmörku“. Verkefnið hefur einnig fengið mjög jákvæð viðbrögð frá öllum aðilum,“ sagði í fréttatilkynningu.

„Á næstu dögum verður gengið endanlega frá samningum við styrktaraðila og í kjölfarið verður samið við landsliðsmenn í heimsklassa,“ sagði ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert