Stórsigur hjá Kiel í dag

Alfreð Gíslason þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason þjálfari Kiel. mbl.is

Þýska meistaraliðið Kiel átti ekki í vandræðum með að leggja lið Mudhar frá Sádi-Arabíu á heimsmeistaramóti félagsliða í handknattleik sem fram fer í Katar.

Kiel vann stórsigur, 42:31, og liðið vann þar með alla þrjá leiki sína í riðlinum og leikur í undanúrslitunum á föstudaginn.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk fyrir Kiel en hann lék einungis seinni hálfleik. Aron Pálmarsson spilaði hins vegar mestallan tímann og skoraði 2 mörk.

Kiel á titil að verja í keppninni og má fastlega reikna með því að liðið mæti Atletico Madrid í úrslitaleiknum um næstu helgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert