Karabatic-bræður handteknir

Nikola Karabatic gengur af velli eftir leikinn í dag.
Nikola Karabatic gengur af velli eftir leikinn í dag. AFP

Nikola Karabatic, einn frægasti handboltamaður heims, og bróðir hans, Luka Karabatic, voru handteknir ásamt tveimur öðrum leikmönnum franska meistaraliðsins Montpellier eftir leik liðsins við París Handball í dag.

Veðmálahneyksli sem þeir eru bendlaðir við hefur tröllriðið frönskum fjölmiðlum síðustu daga og hafði eflaust sín áhrif í dag þegar Róbert Gunnarsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og samherjar þeirra í Parísarliðinu gjörsigruðu Montpellier, 38:24. Róbert skoraði 3 mörk í leiknum en Ásgeir ekkert. Mikkel Hansen skoraði 11 mörk fyrir París í leiknum.

L'Equipe skýrir frá því að búið sé að handtaka bræðurna, ásamt franska landsliðsmanninum Samuel Honrubia og Mladen Bojinovic, samherja þeirra. Þeir eru grunaðir um ólögleg veðmál í kringum leik Montpellier síðasta vor þegar liðið var þegar orðið meistari og tapaði óvænt fyrir Cesson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert