Sýning hjá Aroni og Guðjóni Val

Íslenska landsliðið karla fór af stað með góðum sigri í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik þegar það lagði Hvít-Rússa, 36:28, í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var jafnframt fyrsti leikur liðsins undir stjórn Arons Kristjánssonar.

Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson fóru á kostum og skoruðu báðir á anna tug marka, Guðjón Valur 11 og Aron 11.

Ísland var með fjögurra marka forksot í hálfleik, 17:13. Framan af síðari hálfleik munaði þremur til fjórum mörkum á liðunum en íslenska liðið sýndi mátt sinn og megin á síðustu tíu mínútunum og vann öruggan og góðan sigur.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Ísland 36:28 Hvíta-Rússland opna loka
60. mín. Aron Rafn Eðvarðsson (Ísland ) varði skot
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert