Aron og Hreiðar verða í markinu

Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður, hefur jafnað sig af veikindum og …
Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður, hefur jafnað sig af veikindum og verður með íslenska landsliðinu gegn Rúmenum í dag. Árni Sæberg

Aron Rafn Eðvarðsson og Hreiðar Levý Guðmundsson verða markverðir íslenska landsliðsins í handknattleik þegar það mætir Rúmenum í Piatra Neamt í Rúmeníu dag í viðureign liðanna í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik.

Á fimmtudagskvöldið lék vafi á um að Hreiðar gæti tekið þátt í leiknum í Rúmeníu vegna veikinda. Sveinbjörn Pétursson var þá kallaður inn í landsliðshópinn til þess að vera til halds og trausts. Ljóst virðist að Hreiðar hafi jafnað sig og Sveinbjörn muni þar af leiðandi fylgjast með leiknum úr áhorfendastúkunni.

Aðeins ein breyting er á íslenska liðinu í dag frá viðureigninni við Hvít-Rússa í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið. Ólafur Bjarki Ragnarsson kemur inn í liðið í stað Ólafs Gústafssonar.

Flautað verður til leiks í Piatra Neamt í Rúmeníu klukkan 14 í dag. Fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert