ÍBV fylgir toppliðunum eftir

Grigore Gorgata skoraði fimm mörk fyrir ÍBV í kvöld gegn …
Grigore Gorgata skoraði fimm mörk fyrir ÍBV í kvöld gegn Haukum. Ómar Óskarsson

ÍBV heldur áfram að  fylgja efstu liðum úrvalsdeildar kvenna, N1-deildinni, eftir. Í kvöld vann ÍBV liðskonur Hauka, 28:24, í Vestmannaeyjum eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik.

Haukaliðið, sem er í 8. sæti af 11 liðum deildarinnar, sýndi samt mikla seiglu í leiknum með því að  vera aldrei langt undan en forskot ÍBV var frá einu og upp í þrjú mörk.

Eftir leikinn í kvöld hefur ÍBV 13 stig að loknum átta leikjum í þriðja sæti. Valur er með fullt hús stiga eftir sjö leiki, 14 stig, og Fram einnig en eftir átta leiki.

Mörk ÍBV: Simona Vintale 7, Ivana Mladenovic 5, Grigore Gorgata 5, Drífa Þorvaldsdóttir 4, Rakel Hlynsdóttir 4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3.

Mörk Hauka: Marija Gedroit 9, Karen Helga Sigurjónsdóttir 4, Elsa Björk Árnadóttir 4, Viktoría Valdimarsdóttir 2, Áróra Eir Pálsdóttir 2, Ásthildur Friðriksdóttir 2, Herdís Hallsdóttir 1.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert