ÍBV heldur áfram að fylgja efstu liðum úrvalsdeildar kvenna, N1-deildinni, eftir. Í kvöld vann ÍBV liðskonur Hauka, 28:24, í Vestmannaeyjum eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik.
Haukaliðið, sem er í 8. sæti af 11 liðum deildarinnar, sýndi samt mikla seiglu í leiknum með því að vera aldrei langt undan en forskot ÍBV var frá einu og upp í þrjú mörk.
Eftir leikinn í kvöld hefur ÍBV 13 stig að loknum átta leikjum í þriðja sæti. Valur er með fullt hús stiga eftir sjö leiki, 14 stig, og Fram einnig en eftir átta leiki.
Mörk ÍBV: Simona Vintale 7, Ivana Mladenovic 5, Grigore Gorgata 5, Drífa Þorvaldsdóttir 4, Rakel Hlynsdóttir 4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3.
Mörk Hauka: Marija Gedroit 9, Karen Helga Sigurjónsdóttir 4, Elsa Björk Árnadóttir 4, Viktoría Valdimarsdóttir 2, Áróra Eir Pálsdóttir 2, Ásthildur Friðriksdóttir 2, Herdís Hallsdóttir 1.