Stórsigur Hauka á FH í Krikanum

Jón Þorbjörn Jóhannsson skorar af línunni fyrir Hauka í Kaplakrika …
Jón Þorbjörn Jóhannsson skorar af línunni fyrir Hauka í Kaplakrika í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

FH og Haukar mættust í síðasta leik 7. umferðar úrvalsdeildar karla í handknattleik, N1-deildarinnar, í Kaplakrika klukkan 15.00. Haukar unnu stórsigur 31:18 en að loknum fyrri hálfleik var staðan 13:8. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Sóknarleikur FH-inga var afar slakur í leiknum og þeir töpuðu boltanum ítrekað í sókninni. Haukar gengu á lagið og juku muninn jafnt og þétt þar til bilið var einfaldlega orðið of stórt til að hægt væri að brúa það. 

Stefán Rafn Sigurmannsson átti stórleik hjá Haukum og skoraði 10 mörk. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur hjá FH með 6 mörk í fyrsta leik sínum eftir Svíþjóðardvöl. 

Lið FH: Sigurður Örn Arnarson, Daníel Freyr Andrésson - Sigurður Ágústsson, Jóhann Karl Reynisson, Ásbjörn Friðriksson, Andri Berg Haraldsson, Logi Geirsson, Ólafur Gústafsson, Einar Rafn Eiðsson, Ari Magnús Þorgeirsson, Ísak Rafnsson, Ragnar Jóhannsson, Magnús Óli Magnússon, Bjarki Jónsson.

Lið Hauka: Aron Rafn Eðvarðsson, Einar Ólafur Vilmundarson - Tjörvi Þorgeirsson, Adam Haukur Baumruk, Gylfi Gylfason, Elías Már Halldórsson, Árni Steinn Steinþórsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Sveinn Þorgeirsson, Gísli Jón Þórisson, Jón Þorbjörn Jóhannssson, Matthías Árni Ingimarsson, Gísli Kristjánsson, Egill Eiríksson.

FH 18:31 Haukar opna loka
60. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert