Landsliðsþjálfarar mætast í bikarnum

Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna.
Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna. mbl.is/Golli

Landsliðsþjálfarar A-landsliða Íslands í handbolta mætast í 16-liða úrslitum Símabikarsins. Grótta sem Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna, stýrir tekur á móti Haukum sem Aron Kristjánsson stýrir. 

Haukar eru núverandi bikarmeistarar í handknattleik karla en Valur er bikarmeistari kvenna en Valsliðið situr yfir í þessari umferð. 

Konur:

Stjarnan - HK 

Haukar - Grótta

Fjölnir - Selfoss

ÍBV - Afturelding

Fylkir - FH

Valur, Fram og ÍBV 2 sitja hjá.

Karlar:

HK - FH

Afturelding - Akureyri

Grótta - Haukar

Hörður eða Þróttur - Fjölnir

ÍBV 2 - ÍBV

HKR eða Völsungur - Stjarnan

Fylkir 2 - ÍR

Selfoss - Valur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert