Kvennalandsliðið tapaði fyrir Tékklandi

Stella Sigurðardóttir var markahæst í kvöld.
Stella Sigurðardóttir var markahæst í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kvennalandsliðið í handknattleik tapaði í kvöld fyrir Tékklandi 25:23 í æfingaleik í Tékklandi en þjóðirnar undirbúa sig fyrir lokakeppni EM sem hefst í Serbíu í næstu viku.

Tékkland var yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:10.

Liðin mætast aftur á morgun.

Mörk Íslands: Stella Sigurðardóttir 7, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Rut Jónsdóttir 3, Rakel Dögg Bragadóttir 2, Hrafnhildur Skúladóttir 2, Ramune Pekarskyte 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1, Arna Sif Pálsdóttir 1 og Dagný Skúladóttir 1.

Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 12, Dröfn Haraldsdóttir 4.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert