Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, segir að góð stígandi hafi verið í leik íslenska landsliðsins í síðustu vináttu- og æfingaleikjum sem gefi fyrirheit um að liðinu takist að toppa á næstu dögum í lokakeppni Evrópumótsins.
Ágúst stýrir íslenska liðinu í fyrsta sinn á mótinu á morgun þegar það mætir Svartfellingum í upphafsleik D-riðils. „Svartfellingar eru silfurhafar frá síðustu Ólympíuleikum og ljóst að við verðum að eiga leik í háum gæðaflokki til þess að standast þeim snúning. Ég hef trú á að það takist.
Nánar er rætt við Ágúst Þór í meðfylgjandi myndskeiði.