Þriggja marka tap fyrir Rúmenum á EM

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði öðrum leik sínum á EM í dag þegar liðið lá gegn Rúmeníu með þriggja marka mun, 22:19. Mikil spenna var í leiknum en þær rúmensku voru sterkari á endasprettinum.

Sóknarleikur Íslands byrjaði mun betur en í gær gegn Svartfellingum en þar fór Rut Jónsdóttir hamförum og skoraði fjögur mörk í fjórum skotum. Varnarleikurinn var ágætur í fyrri hálfleik en það vantaði upp á markvörslu hjá Jenný sem varði aðeins þrjú skot í fyrri hálfleik.

Tveimur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 15:13, en þeim gekk báðum afar illa að skora í seinni hálfleik. Fyrsta markið í seinni hálfleik kom ekki fyrr en eftir átta mínútur en það skoraði Rut Jónsdóttir fyrir Ísland. Hrafnhildur Skúladóttir jafnaði svo metin, 15:15, og var svo komið yfir, 17:16, eftir 47 mínútna leik.

Varnarleikurinn hjá íslensku stelpunum lengst af í seinni hálfleik var hreint út sagt frábær en Rúmenar skoruðu aðeins tvö mörk á fyrstu tuttugu mínútum seinni hálfleiksins. Því miður gekk sóknarleikur Íslands jafnvel.

Síðustu tíu mínúturnar gengu þær rúmensku svo frá leiknum. Þær skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 20:16. Það var of brött brekka fyrir íslenska liðið sem þurfti á endanum að sætta sig við þriggja marka tap, 22:19. Stelpurnar fengu þó tækifæri til að gera leikinn enn meira spennandi undir lokin en fóru illa að ráði sínu með klaufalegum tæknifeilum.

Þar sem Svartfellingar unnu Rússa fyrr í dag á íslenska liðið enn möguleika á að komast áfram en á föstudaginn verður hreinn úrslitaleikur milli Íslands og Rússlands um farseðil í milliriðlana. Rússar eru með eitt stig en Ísland án stiga.

Mörk Íslands: Rut Jónsdóttir 5, Hrafnhildur Skúladóttir 4/3, Ramune Pekarskyte 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Dagný Skúladóttir 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1, Stella Sigurðardóttir 1, Karen Knútsdóttir 1, Rakel Dögg Bragadóttir 1.
Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 10/1 (þar af 3 aftur til mótherja) 

Lið Íslands: 1 Guðný Jenný Ásmundsdóttir, 30 Dröfn Haraldsdóttir -- 2 Karen Knútsdóttir, 3 Arna Sif Pálsdóttir, 4 Þórey Rósa Stefánsdóttir, 5 Rut Jónsdóttir, 7 Rakel Dögg Bragadaóttir, 8 Stella Sigurðardóttir, 9 Dagný Skúladóttir, 13 Ásta Birna Gunnarsdóttir, 14 Hrafnhildur Skúladóttir, 15 Hanna G. Stefánsdóttir, 17 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, 20 Jóna Margrét Ragnarsdóttir, 21 Hildur Þorgeirsdóttir, 22 Ramune Pekarskyte.

Lið Rúmeníu: 1 Mihaela Smedescu, 21 Talida Tolnai, 30 Paula Ungureanu -- 4 Adriana Tacalie, 6 Crina Pintea, 7 Adriana Nechita, 8 Cristina Neagu, 9 Aurelia Bradeanu, 10 Ionela Stanca, 11 Oana Manea, 18 Adina Meirosu, 19 Iulia Curea, 22 Nicoleta Dinca, 25 Clara Vadineanu, 55 Melinda Geiger, 80 Magdalena Paraschiv.

Ísland 19:22 Rúmenía opna loka
60. mín. Leik lokið Þær rúmensku höfðu þetta á endanum. Ísland á enn möguleika ef það vinnur Rússland.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert