Afturelding vann í kvöld Akureyri í annað sinn á leiktíðinni, 32:26, og kom sér úr botnsæti N1-deildar karla í handknattleik, alla vega tímabundið, í síðustu umferðinni fyrir jól. Jóhann Jóhannsson fékk að líta rauða spjaldið 11 mínútum fyrir leikslok en það kom ekki að sök fyrir heimamenn.
Þetta var jafnframt fyrsti heimasigur Aftureldingar í vetur.
Afturelding fékk aðeins á sig þrjú mörk á fyrstu 17 mínútum leiksins og komst í 10:3. Munurinn hélst svipaður út fyrri hálfleikinn en að honum loknum var staðan 13:8. Gestunum tókst aldrei að brúa það bil í seinni hálfleik, komust næst því í stöðunni 24:20 þegar sjö mínútur voru eftir.
Jóhann Jóhannsson var markahæstur hjá Aftureldingu með 9 mörk auk þess að gefa fjölda stoðsendinga en hann fékk að líta rauða spjaldið, eins og áður segir, fyrir að ýta við Guðmundi Hólmari Helgasyni eftir smávægilegar ryskingar.
Bjarni Fritzson skoraði 10 mörk fyrir Akureyri en aðrar markaskorara má sjá fyrir neðan leiklýsinguna hér að neðan.
Davíð Svansson stóð sig mjög vel fyrir aftan feykigóða vörn Aftureldingar og varði 20 skot. Markverðir Akureyrar vörðu samtals aðeins 10 skot.
Afturelding: Davíð Svansson, Smári Guðfinnsson, Hilmar Stefánsson, Helgi Héðinsson, Benedikt Reynir Kristinsson, Hrafn Ingvarsson, Elvar Ásgeirsson, Sverrir Hermannsson, Árni Bragi Eyjólfsson, Pétur Júníusson, Kristinn Hrannar Bjarkason, Jóhann Jóhannsson, Þrándur Gíslason Roth, Hrannar Guðmundsson.
Akureyri: Jovan Kukobat, Tomas Olason, Andri Snær Stefánsson, Geir Guðmundsson, Bjarni Fritzson, Hreinn Þór Hauksson, Snorri Björn Atlason, Guðmundur Hólmar Helgason, Guðlaugur Arnarson, Valþór Atli Guðrúnarson, Heimir Örn Árnason, Friðrik Svavarsson, Bergvin Þór Gíslason, Heiðar Þór Aðalsteinsson.