Fram rótburstaði ÍBV og mætir Val í úrslitum

Elísabet Gunnarsdóttir úr Fram reynir að brjótast í gegnum vörn …
Elísabet Gunnarsdóttir úr Fram reynir að brjótast í gegnum vörn ÍBV í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Það verða Fram og Valur sem leika til úrslita í deildabikarkeppni kvenna í handknattleik, Flugfélags Íslands deildabikarnum í Laugardalshöllinni annað kvöld. Fram rótburstaði ÍBV, 41:18, í síðari undanúrslitaleiknum í Strandgötu í Hafnarfirði í kvöld.

Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburði Framara algjörir. Staðan eftir fyrri hálfleikinn var, 21:14. Fram hóf seinni hálfleikinn með því að skora 12 fyrstu mörkin og ÍBV komst ekki á blað fyrr en eftir 16 og hálfa mínútu.

Textalýsing:

60. Leiknum er lokið með stórsigri Fram, 41:18.

46. Það tók ÍBV rúmar 16 mínútur ða komast á blað í seinni hálfleik.

45. Fram er búið að skora 12 mörk í röð og staðan er orðin, 34:14. 20 marka munur!!.

38. Munurinn eyst jafnt og þétt en staðan er orðin, 28:14. Úrslitin eru ráðin og bara spurning hversu stór sigur Framara verður. Framarar geta byrjað að slaka á fyrir rimmuna við Val í úrslitum annað kvöld.

30. Það stefnir í öruggan sigur Fram en staðan eftir fyrri hálfleikinn er, 21:14. Fram náði mest átta marka forskoti í hálfleiknum. Ásta Birna Gunnarsdóttir er markahæst hjá Fram með 7 mörk en hjá ÍBV er Simona Vintale með 5 mörk.

20. Það verður við ramman reip að draga hjá Eyjakonum því Framarar eru komnir átta mörkum yfir, 17:8. Ásta Birna Gunnarsdóttir er búinn að vera drjúg í hraðaupphlaupunum en hún er búin að skora 6 mörk.

15. Framarar hafa tekið afgerandi forystu. Staðan er 13:7. Framarar hafa skorað helming markanna úr hraðaupphlaupum.

10. Framarar hafa tekið frumkvæðið og eru þremur mörkum yfir, 7:4.

5. Leikurinn fer fjörlega af staðan. Staðan er, 3:3. ÍBV hefur ávallt verið fyrra liðið að skora.

1. Leikurinn er loks hafinn,

Lið Fram: Hildur Gunnarsdóttir, Guðrún Bjartmarz, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir, Hafdís Iura, Hekla Rún Ásmundsdóttir, Marthe Sördal, Stella Sigurðardóttir, Birna Berg Haraldsdóttir, Ásta Birna Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Sunna Jónsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, María Karlsdóttir, Steinn Björnsdóttir.

Lið ÍBV: Erla Sigmarsdóttir, Florentina Stanciu, Selma Sigurbjörnsdóttir, Simina Vintale, Díana Magnúsdóttir, Sóley Haraldsdóttir, Guðdís Jónatansdóttir, Drífa Þorvalsdóttir, Rakel Hlynsdóttir, Guðbjörg Guðmannsdóttir, Ivana Mladenovic.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert