Ólafur verður ekki með á HM

Ólafur Stefánsson á Ól í London.
Ólafur Stefánsson á Ól í London. mbl.is/Golli

Ólafur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, hefur dregið sig út úr landsliðshópnum fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer á Spáni í janúar.

Frá þessu er greint á heimasíðu HSÍ en þar kemur fram að gömul hnémeiðsli hafi gert vart við sig hjá Ólafi á æfingum undanfarna daga. 

Hann treystir sér af þeim sökum ekki til þess að keppa á HM en Ólafur hefur ekki spilað frá því að Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London í ágúst.

Ólafur samdi á dögunum við félagslið frá Katar og mun spila þar fram á vorið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert