Íslenska landsliðið í handknattleik pilta, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, hafnaði í sjöunda sæti af átta á alþjóðlegu móti í Þýskalandi sem lauk í gær. Ísland vann Hvíta-Rússland, 31:24, í leik um sjöunda sæti mótsins en hafði fyrr um daginn steinlegið fyrir Sviss, 28:16.
Íslenska liðið vann einn leik á mótinu, gerði eitt jafntefli en tapaði þremur viðureignum. Úrslit leikjanna í gær voru sem hér segir:
<strong>Ísland - Sviss 16:28</strong>
Mörk Íslands: Vilhjálmur Hauksson 5, Kristinn Bjarkason 2, Alexander Júlíusson 2, Sigvaldi Guðjónsson 2, Ólafur Ólafsson 2, Daði Gautason 1, Sigurður Þorsteinsson 1 og Jóhann Erlingsson 1.
Í marki varði Ágúst Björgvinsson 9 skot og Valtýr Hákonarson 3
<span><strong>Ísland - Hvíta Rússland 31:24</strong><br/></span>
Mörk Íslands: Sverrir Pálsson 9, Sigvaldi Guðjónsson 8, Kristinn Bjarkason 5, Vilhjálmur Hauksson 3, Daði Gautason 2, Elvar Ásgeirsson 2, Alexander Júlíusson 1 og Ólafur Ólafsson 1.