Ólafur Stefánsson verður næsti þjálfari karlaliðs Valsmanna í handknattleik og tekur við liðinu af Patreki Jóhannessyni í sumar, ef marka má frétt á visir.is. Sagt er að samkvæmt heimildum muni hann koma heim í sumar eftir dvölina í Katar og stýra Valsliðinu.
Ólafur er uppalinn Valsmaður og lék með Hlíðarendafélaginu til 1996, áður en hann hóf glæsilegan atvinnuferil, fyrst með Wuppertal en síðan með Magdeburg, Ciudad Real, Rhein-Neckar Löwen, AG Köbenhavn og nú loks með Lekhwiya í Katar.