Ólafur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tekur við þjálfun uppeldisfélags síns Vals í sumar en hann tekur við starfinu af Patreki Jóhannessyni sem fer til Hauka í sumar.
Ólafur gerir tveggja ára samning við Valsmenn en auk þess að stýra meistaraflokknum kemur hann að þjálfun yngri flokka sem og að vinna að frekara uppbyggingarstarfi á Hlíðarenda.
Ekki hefur verið ákveðið hver verður aðstoðarþjálari Ólafs. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi hjá Valsmönnum sem stendur nú yfir en þar lýsti stjórnin yfir mikilli ánægju með að fá Ólaf aftur heim.