Kári „heitasta“ söluvaran

Kári Kristján Kristjánsson.
Kári Kristján Kristjánsson. mbl.is/Ómar

Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er heitasta söluvaran í danska handboltanum ef marka má frétt Ekstra Bladet um línumanninn sterka. Kári Kristján er á mála hjá Wetzlar í Þýskalandi en samningur hans við félagið rennur út í sumar og ljóst að hann mun yfirgefa félagið.

Þrjú dönsk félög eru með Eyjamanninn í sigtinu en það eru úrvalsdeildarliðin Bjerringbro-Silkeborg, sem Guðmundur Árni Ólafsson leikur með, og Team Tvis Holstebro, sem og 1. deildar félagið GOG en þar er Snorri Steinn Guðjónsson á mála.

Bjerringbro-Silkeborg er í 2. sæti úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Kolding, en Tvis Holstebro er í 5. sæti, átta stigum frá toppnum.

GOG er efst í 1. deildinni og hefur unnið 18 af 19 leikjum sínum á leiktíðinni, svo líklegt má telja að félagið leiki í úrvalsdeild á næstu leiktíð, hvort sem það verður með Kára Kristján innanborðs eður ei.

Kári kom til Wetzlar 2010 frá Amicitia Zürich í Sviss en var áður hjá Haukum. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka