Kiel komið á toppinn eftir sjö marka sigur

Alfreð Gíslason, Aron Pálmarsson.
Alfreð Gíslason, Aron Pálmarsson. mbl.is/Þórir Tryggvason

Þýska meistaraliðið Kiel vann í kvöld afar mikilvægan leik þegar það lagði Füchse Berlín á heimavelli sínum, Sparkesssen Arena í Kiel, 40:33, í hreint frábærum handboltaleik í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þar með komst Kiel, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, í efsta sæti deildarinnar en liðið er með stigi meira lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen.

Löwen á leik til góða við Grosswallstadt á heimavelli annað kvöld.

Kiel var með fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 22:18. Kiel var komið með sjö marka forskot efir tíu mínútna leik í síðari hálfleik, 29:22. Leikmönnum Füchse Berlin tókst aldrei að minnka muninn svo mikið að leikurinn yrði spennandi.

Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson léku stórt hlutverk í liði Kiel í leiknum. Guðjón Valur skoraði þrjú mörk og Aron tvo en Guðjón Valur fór illa að ráði sínu í tveimur opnum færum í síðari hálfleik.

Dagur Sigurðsson gat ekki stýrt liði sínu, Füchse Berlín, í kvöld vegna veikinda. Berlínarliðið situr í fjórða sæti deildarinnar á eftir Kiel, Löwen og Flensburg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert