Kiel komið á toppinn eftir sjö marka sigur

Alfreð Gíslason, Aron Pálmarsson.
Alfreð Gíslason, Aron Pálmarsson. mbl.is/Þórir Tryggvason

Þýska meist­araliðið Kiel vann í kvöld afar mik­il­væg­an leik þegar það lagði Füch­se Berlín á heima­velli sín­um, Spar­kess­sen Ar­ena í Kiel, 40:33, í hreint frá­bær­um hand­bolta­leik í þýsku 1. deild­inni í hand­knatt­leik. Þar með komst Kiel, und­ir stjórn Al­freðs Gísla­son­ar, í efsta sæti deild­ar­inn­ar en liðið er með stigi meira læri­svein­ar Guðmund­ar Þórðar Guðmunds­son­ar í Rhein-Neckar Löwen.

Löwen á leik til góða við Grosswallsta­dt á heima­velli annað kvöld.

Kiel var með fjög­urra marka for­skot að lokn­um fyrri hálfleik, 22:18. Kiel var komið með sjö marka for­skot efir tíu mín­útna leik í síðari hálfleik, 29:22. Leik­mönn­um Füch­se Berl­in tókst aldrei að minnka mun­inn svo mikið að leik­ur­inn yrði spenn­andi.

Guðjón Val­ur Sig­urðsson og Aron Pálm­ars­son léku stórt hlut­verk í liði Kiel í leikn­um. Guðjón Val­ur skoraði þrjú mörk og Aron tvo en Guðjón Val­ur fór illa að ráði sínu í tveim­ur opn­um fær­um í síðari hálfleik.

Dag­ur Sig­urðsson gat ekki stýrt liði sínu, Füch­se Berlín, í kvöld vegna veik­inda. Berlín­arliðið sit­ur í fjórða sæti deild­ar­inn­ar á eft­ir Kiel, Löwen og Flens­burg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert