Einar með tilboð frá Molde

Einar Jónsson
Einar Jónsson mbl.is/Golli

Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik, liggur undir feldi um þessar mundir og veltir fyrir sér tilboði frá kvennaliði Molde í Noregi.

Morgunblaðið hefur heimildir fyrir þessu. Einar var í Noregi um liðna helgi þar sem hann skoðaði aðstæður hjá félaginu og kynnti sér hugmyndir forráðamanna félagsins um uppbyggingu kvennaliðs Molde á næstu árum.

Molde er um þessar mundir í C-deild norska kvennahandboltans, en deildinni er skipt í sex riðla en þrjú lið fara upp úr deildinni á hverju vori. Stefna forráðamanna Molde er að byggja upp öflugt kvennalið á næstu árum og vera með lið í úrvalsdeildinni eftir tvö til þrjú ár. 

Nánar um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert