Ásgeir Sigurgeirsson hafnaði í nítjánda sæti af 44 keppendum á heimsbikarmóti í loftskammbyssu sem fram fór í Changwon í Suður-Kóreu í dag. Ásgeir fékk 575 stig en hefði þurft 580 til að komast í átta manna úrslitin.
Hann varð í fjórtánda sæti á heimsbikarmóti í frjálsri skammbyssu fyrr í vikunni á sama stað.