Ólafur meistari í Katar

Ólafur Stefánsson í skotstöðu með Lekhwiya.
Ólafur Stefánsson í skotstöðu með Lekhwiya. Ljósmynd/heimasíða Lekhwiya

Ólafur Stefánsson varð fyrir stundu Katarmeistari í handknattleik með félagsliði sínu, Lekhwiya. Í lokaleik deildarkeppninnar gerðu Lekhwiya og Al Qeyadah, jafntefli, 31:31, og nægði jafntefli Lekhwiya til þess að verða meistari.

Ólafur Stefánsson skoraði sjö mörk í leiknum.

Litlu mátti muna að leikmenn Al Qeyadah fögnuðu sigri í leiknum því þeir skoruðu mark á síðustu sekúndu sem virtist vera löglegt en eftir athugun úrskurðuðu dómarar leiksins að leiktíminn hefði verið útrunninn þegar markið var skorað.

Ólafur flytur heim á næstunni og tekur í sumar við þjálfun karlaliðs Vals í handknattleik.

Með sigrinum í dag hefur Ólafur orðið landsmeistari í handknattleik í fimm löndum; Danmörku, Íslandi, Katar, Spáni og í Þýskalandi.

skjáskot af tölvuskjá þar sem Ólafur Stefánsson tekur við verðlaunapeningi …
skjáskot af tölvuskjá þar sem Ólafur Stefánsson tekur við verðlaunapeningi eftir að hafa orðið Katarmeistari í handknattleik í dag. mbl.is
Skjáskot af tölvuskjá þar sem Ólafur heldur á meistaraskildinum sem …
Skjáskot af tölvuskjá þar sem Ólafur heldur á meistaraskildinum sem lið hans fékk að launum fyrir að verða Katarmeistari í handknattleik. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert