„Eftir síðasta leik kom ekkert annað til greina en að svara því dæmi sem var í gangi þar inni á vellinum,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskytta Hauka, við mbl.is eftir sigurinn á Fram í þriðja leik lokaúrslita N1-deildarinnar í handbolta í dag.
Haukar voru afar ósáttir við dómgæsluna í síðasta leik og fannst illa á sér brotið að Framarar voru látnir dæma þann leik. Sigurbergur var ánægður með hvernig Haukarnir náðu að beisla reiðina og nýta orkuna á réttan hátt.
„Það þarf að nýta svona hluti jákvætt og nýta það til að hjálpa sér. Við nýttum þessa orku rétt og sýndum virkilega góðan leik,“ sagði Sigurbergur.
Allt viðtalið má sjá í myndbandinu hér að ofan.