Sigurður: Hættur fyrir mömmu

„Ég er hættur að leika handbolta. Mamma vill að ég hætti auk þess það er bara fínt að hætta þessu núna á toppnum,“ sagði Sigurður Eggertsson, sem fór á kostum með Fram á keppnistímabilinu í handboltanum og átti ekki hvað minnstan þátt í að liðið varð Íslandsmeistari í 10. sinn í karlaflokki í kvöld.

Sigurður var í sjöunda himni í kvöld eftir að hafa tekið við Íslandsbikarnum ásamt félögum sínum. Þetta er í annað sinn sem Sigurður verður Íslandsmeistari. Hann var einnig í Íslandsmeistaraliði Vals fyrir sex árum. „Þá unnum við líka Haukana,“ segir Sigurður sem er léttur í tali eins og yfirleitt áður og ekki að ástæðulausu kallaður gleðigjafinn.

Sigurður segist vera ákveðinn í að hætta í handbolta eftir besta tímabil ferilsins að beiðni móður sinna. Spurður hvað taki við segir hann það óljóst. Hann verði að spyrja móður sína. Viðtalið á meðfylgjandi myndskeiði er allt á léttu nótunum og kannski er ekkert að marka sumt af því sem fram kemur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert