Kvenna- og karlalið Fram eru Íslandsmeistarar í handknattleik 2013. Þetta er í þriðja sinn í sögu Fram sem félagið er handhafi beggja titlana á sama tíma. Um leið er þetta í fyrsta sinn sem sama félagið vinnur tvöfalt á sama keppnistímabili.
Fram vann tvöfalt 1950 og aftur 20 árum síðar og í þriðja sinn nú. Haukar unnu tvöfalt 2001 og aftur 2005. Þrjú lið hafa náð þessu áfanga einu sinni, Ármann 1949, FH 1961 og Valur 1973.