Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik á nánast enga von um að komast á heimsmeistaramótið í Serbíu í desember eftir að liðið steinlá á heimavelli fyrir Tékkum í dag, 29:17, í fyrri umspilsleik þjóðanna. Seinni leikurinn er í Tékklandi um næstu helgi og þar þarf Ísland að vinna upp 12 marka forskot.
Tékkar byrjuðu leikinn mun betur, komust í 6:2 og og voru 15:6 yfir í hálfleik. Ekki stóð steinn yfir steini hjá íslenska liðinu, hvorki í vörn né sókn. Sóknarmenn Tékka fengu að komast óáreittir í úrvalsskotfæri og Barbora Ranikova í marki Tékka varði auðveldlega hvert skotið á fætur öðru.
Svipað var uppi á teningnum í seinni hálfleiknum en íslenska liðinu gekk þó betur að skora. Frammistaða liðsins í heild olli engu að síður gríðarlegum vonbrigðum frá a til ö.
Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst íslenska liðsins en hún nýtti vítin sín vel og skoraði átta mörk. Aðra markaskorara má sjá fyrir neðan leiklýsingu hér að neðan.
Ísland: Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Florentina Stanciu, Steinunn Björnsdóttir - Arna Sif Pálsdóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir, Rut Jónsdóttir, Rakel Dögg Bragadóttir, Stella Sigurðardóttir, Dagný Skúladóttir, Karen Knútsdóttir, Ásta Birna Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir, Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Ramune Pekarskyte, Elísabet Gunnarsdóttir.
Tékkland: Barbora Ranikova, Lucie Satrapová - Jana Knedlikova, Katerina Keclikova, Romana Chrenkova, Pavla Poznarova, Kristyna Salcakova, Petra Ruckova, Hana Kutlvasrova, Klara Cerna, Petra Vitkova, Michaela Hrbkova, Hana Martinkova, Iveta Luzumova, Helena Sterbova, Dominika Selucka.