Blikar frestuðu meistarafögnuði KR

Breiðablik frestaði Íslands­meist­ara­titli KR-inga með því að vinna góðan 3:0 sig­ur á meist­ara­efn­un­um úr vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Blikarn­ir eygja þar með enn mögu­leika á að ná Evr­óp­u­sæti.

Ell­ert Hreins­son skoraði eina mark fyrri hálfleiks­ins en það kom strax á 8. mín­útu leiks­ins. Heima­menn bættu svo við tveim­ur mörk­um á lokakafl­an­um og voru Árni Vil­hjálms­son og Guðjón Pét­ur Lýðsson þar að verki.

KR er í topp­sæt­inu með 46 stig, FH er með 41 og Stjarn­an 40 en KR-ing­ar eiga leik til góða. Breiðablik er í fjórða sæt­inu með 36 stig.

KR fær nú tæki­færi til að tryggja sér titil­inn á Hlíðar­enda á sunnu­dag­inn þegar liðið leik­ur þar við Vals­menn. Um leið mæst Stjarn­an og Breiðablik og það er orðinn lyk­il­leik­ur í bar­áttu liðanna um Evr­óp­u­sæti.

Breiðablik 3:0 KR opna loka
skorar Ellert Hreinsson (8. mín.)
skorar Árni Vilhjálmsson (80. mín.)
skorar Guðjón Pétur Lýðsson (82. mín.)
Mörk
fær gult spjald Gísli Páll Helgason (90. mín.)
fær gult spjald Sverrir Ingi Ingason (90. mín.)
Spjöld
mín.
90 Leik lokið
+3 Blikar vinna sætan sigur.
90 Sverrir Ingi Ingason (Breiðablik) fær gult spjald
+3
90 Gísli Páll Helgason (Breiðablik) fær gult spjald
+2
90 Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) kemur inn á
+1
90 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) fer af velli
+1
89 Kristinn Jónsson (Breiðablik) á skot sem er varið
86 Jökull I. Elísabetarson (Breiðablik) kemur inn á
86 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) fer af velli
82 MARK! Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) skorar
Mark 3:0 Guðjón innsiglar sigur Blika. Hann skoraði með föstu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf fá Ellerti Hreinssyni.
80 MARK! Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) skorar
Mark 2:0 Árni skallaði í netið eftir hornspyrnu frá Guðjóni Pétri. Blikar eru að tryggja sér sigur.
79 Breiðablik fær hornspyrnu
78
Maður er ekki alveg að sjá að KR-ingar tryggi sér titilinn í kvöld. Þeir þurfa jú að vinna leikinn. Jafntefli dugar ekki. Blikar þurfa hins vegar sigur til að eygja möguleika á Evrópusæti.
76
Ellert í algjöru dauðafæri en honum tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að klúðra færinu. Hitti ekki boltann.
74
Árni Vilhjálmsson var sloppinn einn í gegn en KR-ingar náðu að bægja hættunni frá á síðustu stundu.
73 Guðmundur R. Gunnarsson (KR) kemur inn á
Síðasta skiptingin hjá KR-ingum.
73 Gunnar Þór Gunnarsson (KR) fer af velli
68 Baldur Sigurðsson (KR) á skalla sem fer framhjá
Smalinn í góðu færi en hitti boltann illa.
66 Bjarni Guðjónsson (KR) kemur inn á
66 Brynjar Björn Gunnarsson (KR) fer af velli
64 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) kemur inn á
64 Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) fer af velli
62 Kjartan Henry Finnbogason (KR) kemur inn á
62 Gary Martin (KR) fer af velli
62 KR fær hornspyrnu
60
Áhorfendur á Kópavogsvellinum eru 1.930 talsins.
58 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) á skot framhjá
Árni var í upplögðu færi eftir góða sókn en skot hans var gjörsamlega misheppnað. Blikarnir hafa byrjað seinni hálfleikinn vel.
57 Baldur Sigurðsson (KR) á skalla sem fer framhjá
Langt framhjá.
56 KR fær hornspyrnu
55 Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Tómas var í dauðafæri en hitti boltann illa og boltinn framhjáþ
54 Kristinn Jónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Með hægri og vel framhjá.
51 KR fær hornspyrnu
46 Leikur hafinn
Liðin eru óbreytt.
45 Hálfleikur
Garðar Örn Hinriksson hefur flautað til leikhlés þar sem Blikar eru 1:0 yfir. KR-ingar hafa stjórnað ferðinni lengst af en hefur gengið illa að skapa sér færi gegn vel skipulögðu liði heimamanna.
44 KR fær hornspyrnu
42 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Ágæt tilraun hjá Guðjóni en Hannes var vel staðsettur og varði.
39
Óskar datt þegar hann tók hornspyrnuna og boltann komst aldrei í leik. Frekar fyndið.
38 KR fær hornspyrnu
34 Óskar Örn Hauksson (KR) á skot framhjá
Óskar ætlaði að reyna að vippa boltanum yfir Gunnleif en boltinn fór yfir markið. Engin hætta.
26
KR-ingar stjórna ferðinni þessar mínútur en Blikarnir verjast vel. Það gæti reynst Blikum hættulegur leikur að falla með lið sitt of aftarlega.
22 Ellert Hreinsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Skotið vel utan teigs og var hættulaust. Boltinn endaði í öruggum höndum Hannesar.
20 Brynjar Björn Gunnarsson (KR) á skot framhjá
Ágæt tilraun hjá Brilla en skotið nokkuð yfir markið.
18
Aðalstúkan er orðinn full og fólk er byrjað að streyma í gömlu stúkuna.
17 Breiðablik fær hornspyrnu
16
Það er fínn hraði í leiknum og leikmenn beggja liða mjög ákafir og baráttuglaðir.
12 Óskar Örn Hauksson (KR) á skot sem er varið
Laust skot sem fór beint á Gunnleif en KR-ingar hafa svarað vel fyrir sig eftir markið sem Blikar skoruðu.
11 KR fær hornspyrnu
11 Emil Atlason (KR) á skot sem er varið
Náði frákastinu eftir vörslu Gunnleifs sem gerði aftur vel og varði.
11 Óskar Örn Hauksson (KR) á skot sem er varið
Hörkuskot sem Gunnleifur varði vel.
8 MARK! Ellert Hreinsson (Breiðablik) skorar
Mark 1:0 Góð skyndsókn Blikanna. Árni Vilhjálmsson stakk boltanum á Ellert sem hristi af sér varnarmenn KR og skoraði með tánni að ég held.
3 Grétar S. Sigurðarson (KR) á skot framhjá
Laust og hættulaust.
3 KR fær hornspyrnu
2 Óskar Örn Hauksson (KR) á skot sem er varið
Ágæt klippa hjá Óskari sem Gunnleifur varði í horn.
1 Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Skot af 35 metra færi. Boltinn 2-3 metra yfir markið.
1 Leikur hafinn
KR-ingar leika í átt að Fífunni.
0
Jæja nú er fimm mínútur þar til flautað verður til leiks. Það er ekki laust við að það sé smá spenna hjá stuðningsmönnum KR. Sigur KR þýðir að Íslandsmeistaratitillinn er þeirra.
0
Fólk er byrjað að týnast á Kópavogsvöllinn og líklegt er að mætingin verði betri en í síðustu leikjum í deildinni enda er ókeypis aðgangur í dag.
0
Blikarnir eru án Dananna Rene Troost og Nicklas Rohde sem báðir eru á sjúkralistanum. Elfar Freyr Helgason og Gísli Páll Helgason koma inn í liðið í stað þeirra.
0
Tvær breytingar eru á byrjunarliði KR frá sigurleiknum á móti Fylki. Emil Atlason og Gunnar Þór Gunnarsson koma inn fyrir Guðmund Reyni Gunnarsson og Atla Sigurjónsson.
0
Það viðrar vel í Kópavoginum. Vindur er frekar hægur, hitinn er um 9 gráður og völlurinn fínn miðað við árstíma.
0
Bæði lið voru í eldlínunni á mánudaginn. Blikarnir töpuðu á heimavelli fyrir Fram, 1:2, en KR-ingar unnu öruggan sigur á Fylkismönnum, 4:1.
0
KR-ingar hafa verið á gríðarlegri siglingu en þeir hafa unnið sex leiki í röð. Blikunum hefur hins vegar vegnað illa undanfarnar vikur en þeir hafa aðeins náð að vinna einn af síðustu sex leikjum sínum.
0
1:1 varð niðurstaðan úr fyrri leiknum á KR-vellinum í lok maí. Elfar Árni Aðalsteinsson kom Blikunum yfir en Atli Sigurjónsson jafnaði metin fyrir KR-inga.
0
Þetta er leikur úr 16. umferðinni en eins og allir vita var leikur liðanna á Kópavogsvellinum þann 18. ágúst flautaður af eftir aðeins fjórar mínútúr þegar Elfar Árni Aðalsteinsson hlaut þungt höfuðhögg og missti meðvitund um stund. Það er því ókeypis aðgangur að leiknum í dag.
0
Breiðablik er með 33 stig í fjórða sætinu og verður að vinna í dag til að eiga möguleika á að ná þriðja sætinu á kostnað annaðhvort Stjörnunnar og FH. Endi leikurinn með jafntefli eiga Blikar enn von um að ná Stjörnunni með því að vinna báða sína leiki, en sá fyrri er einmitt gegn Stjörnunni á sunnudaginn.
0
KR er með 46 stig á toppnum og á fjóra leiki eftir. FH er með 41 stig og Stjarnan 40 stig en þessi lið eiga aðeins tvo leiki eftir og geta því mest náð 47 og 46 stigum.
0
Velkomin með mbl.is á Kópavogsvöll þar sem KR getur tryggt sér sinn 26. Íslandsmeistaratitil, takist liðinu að sigra Breiðablik í dag.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (3-5-2) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Þórður Steinar Hreiðarsson, Sverrir Ingi Ingason, Elfar Freyr Helgason. Miðja: Gísli Páll Helgason, Tómas Óli Garðarsson (Andri Rafn Yeoman 64), Finnur Orri Margeirsson, Guðjón Pétur Lýðsson (Jökull I. Elísabetarson 86), Kristinn Jónsson. Sókn: Árni Vilhjálmsson (Olgeir Sigurgeirsson 90), Ellert Hreinsson.
Varamenn: Arnór Bjarki Hafsteinsson (M), Elfar Árni Aðalsteinsson, Olgeir Sigurgeirsson, Viggó Kristjánsson, Jökull I. Elísabetarson, Arnar Már Björgvinsson, Andri Rafn Yeoman.

KR: (4-3-3) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Haukur Heiðar Hauksson, Grétar S. Sigurðarson, Jonas Grönner, Gunnar Þór Gunnarsson (Guðmundur R. Gunnarsson 73). Miðja: Brynjar Björn Gunnarsson (Bjarni Guðjónsson 66), Baldur Sigurðsson, Jónas Guðni Sævarsson. Sókn: Emil Atlason, Gary Martin (Kjartan Henry Finnbogason 62), Óskar Örn Hauksson.
Varamenn: Rúnar Alex Rúnarsson (M), Bjarni Guðjónsson, Þorsteinn Már Ragnarsson, Kjartan Henry Finnbogason, Aron Bjarki Jósepsson, Guðmundur R. Gunnarsson, Atli Sigurjónsson.

Skot: Breiðablik 10 (6) - KR 9 (4)
Horn: Breiðablik 2 - KR 7.

Lýsandi: Guðmundur Hilmarsson
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 1.930

Leikur hefst
19. sept. 2013 17:00

Aðstæður:
Hægur vindur, skýjað og hitinn um 9 gráður. Völlur fínn miðað við árstíma.

Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Aðstoðardómarar: Ásgeir Þór Ásgeirsson og Andri Vigfússon

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert