Benfica of stór biti fyrir Hauka

Úr leik Hauka við Benfica í dag.
Úr leik Hauka við Benfica í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar tóku á móti portúgalska liðinu Benfica í 2. umferð EHF-bikarsins  og biðu lægri hlut líkt og í fyrri leiknum. Lokatölur 22:34 og samtals 68:51. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Benfica vann fyrri leikinn með 15 marka mun, 34:19, og verkefnið því vægast sagt erfitt fyrir Haukana í dag.

Haukar - Benfica 22:34

60. 22:34 Leik lokið. Markahæstur hjá Haukum var Adam Haukur Baumruk með 7 mörk og Einar Pétur Pétursson með 6 mörk. Haukar áttu aldrei möguleika í þessum leik eins og tölurnar bera reyndar með sér.

50 17:28 Gengur lítið að laga stöðuna, til þess er lið Benfica of gott.

41 13:23 Patrekur tekur leikhlé enda gengur fremur illa að skapa sér færi. En baráttan er samt til staðar hjá leikmönnum Hauka þó þeir eigi við ofurliði að etja.

36. 13:21 Allt við það sama hér, eitt rautt spjald á leikmann Benfica en annars lítið að grast nema hvað bæði lið skiptu um markverði í leikhléiinu.

31. Síðari hálfleikur hafinn

30. 10:17 HÁLFLEIKUR Tjörvi er markahæstur Hauka með 3 mörk en sjö leikmenn hafa skorað. Einar Ólafur er með 8 skot varin. Hjá Benfica hafa átt leikmenn skorað, þeirra mest Davide Carvalho, fjögur talsins.

20. 4:11 Haukum gengur illa að skora, bæði ver Vicente vel í marki Benfica og eins er vörnin þétt þannig að Haukar ná varla að skapa sér nægilega góð færi og taka annað leikhlé.

13. 4:8 Fjögur mörk í röð frá Benfica og ekkert sem bendir til að Haukar eigi einhverja möguleika á að vinna upp muninn sem nú er kominn í 19 mörk. Haukar taka leikhlé

10 4:4 Þrjú mörk í röð frá gestunum sem komust yfir en Haukar jöfnuðu snaggaralega.

5. 3:1 Haukar komust í 2:0 og fyrsta mark Benfica kom eftir rúmar 4 mínútur. Einar Ólafur búinn að verja víti og tvö önnur skot

1. Leikurinn er hafinn og það eru leikmenn Benfica sem hefja leikinn

Haukar: Einar Ólafur Vilmundarson, Giedreius Morkunas, Tjörvi Þorgeirsson, Adam Haukur Baumruk, Leonharð Þorgeir Hardarson, Brynjólfur Brynjólfsson, Þórður Rafn Guðmundsson, Árni Steinþórsson, Jonatan Ingi Jónsson, Jón Þorbjörn Jóhannsson, Matthías Ingimarsson, Þröstur Þráinsson, Arnar Ingi Guðmundsson, Egill Eiríksson, Einar Pétur Pétursson, Gretar Ari Guðjónsson.

0. Dómararnir koma frá Danmörku, Per Oleseen og Claus Gramm Pedersen og eftirlitsmaðurinn er frá Bretlandi, Cesar Castillo.

0. Um 17 mínútur þar til leikurinn hefst og mætingin satt best að segja ekki góð, sárafáir áhorfendur mættir.

0. Haukarnir þurfa á kraftaverki að halda ætli þeir sér áfram í dag en þeir töpuðu með 15 marka mun, 34:19, fyrir portúgalska liðinu í fyrri leiknum ytra. Patrekur Jóhannesson sagði í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn að munurinn á liðunum væri einfaldlega of mikill.

0. Velkomin með mbl.is á Ásvelli í Hafnafirði þar sem heimamenn í Haukum taka á móti portúgalska liðinu Benfica í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta klukkan 17.00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka